Juvo lögmenn

Juvo lögmenn er rótgróin lögmannsstofa er sérhæfir sig í hinum ýmsu málum á sviði lögfræðinnar. Juvo lögmenn er alhliða lögmannsstofa sem veitir faglega og persónulega þjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir um land allt. Lögmenn stofunnar búa yfir víðtækri þekkingu og reynslu af lögmannsstörfum auk sérhæfingar á einstökum sviðum lögfræðinnar. 

Lögmenn stofunnar brenna fyrir réttindum fólks og elska fátt meira en að berjast fyrir því sem er rétt. Komdu til okkur og ræðum málin og sjáum hvort við getum ekki fundið lausnina á þínum málum.

Þjónusta

  • Juvo lögmenn hafa áratuga og að mörgu leyti óhliðstæða reynslu og sérþekkingu í rekstri sakamála og verjendastörfum á Íslandi en lögmenn stofunnar hafa haldið uppi vörnum í mörgum af flóknustu og erfiðustu sakamálum undanfarinna áratuga í íslenskri réttarsögu. Við setjum fram ítrustu kröfur fyrir okkar skjólstæðinga og stöndum vörð um þinn rétt.

  • Á stofunni starfa lögmenn sem sérhæfa sig í réttargæslu í sakamálum, sér í lagi kynferðis- og heimilisofbeldismálum. Lögð er sérstök áhersla að hlúa vel að og undirbúna brotaþolum fyrir kæruferlinu.

  • Juvo lögmenn leggja sérstaka áherslu á að greina þarfir, vandamál og lögfræðileg álitaefni hjá viðskiptavinum okkar með það að leiðarljósi að veita árangursmiðaða þjónustu og skila jákvæðri niðurstöðu. Markmiðið er alltaf að bæta hag og hagsmuni okkar viðskiptavina og mæta þeirra þörfum og óskum með heiðarlegu og einlægu samstarfi. Við förum alltaf alla leið með þér í einkamálum á öllum dómstigum og utan réttarsalsins.

  • Margir lögfræðingar okkar búa yfir víðtækri reynslu og menntun á sviði viðskipta og rekstri fyrirtækja. Bjóðum við því upp á sjálfstæða þverfaglega ráðgjafaþjónustu við stofnun og rekstur fyrirtækja.

  • Ef þú hefur lent í slysi eða líkamstjóni þá könnum við þinn rétt til bóta. Við bjóðum þér alltaf viðtal að kostnaðarlausu þar sem sérfræðingar okkar meta málið þitt og fylgja því áfram alla leið allt frá gagnaöflun og til greiðslu slysabóta að málarekstri loknum.

  • Juvo lögmenn búa yfir áratuga reynslu í forsjár- og sifjamálum. Leggjum við ríka áherslu á að vinna málin með hagsmuni og vilja skjólstæðinga okkar að leiðarljósi og þar með tryggja þeirra hag og hagsmuni.

  • Juvo lögmenn starfa sem talsmenn umsækjanda um alþjóðlega vernd sem koma til Íslands. Störfum við á grundvelli skipunar útlendingastofnunar.

Starfsmenn